Jón Heiðar Þorsteinsson, góðvinur Tæknivarpsins, er gestur þeirra Gunnlaugs Reynis og Andra Vals í þættinum í dag. Þar er rætt um nýútkomna skýrslu póst- og fjarskiptastofnunar þar sem fram kemur að Nova sé nú með flesta farsímanotendur á Íslandi. Þá er rætt um nýjar Chrom OS-vélar frá HP og Acer og breytingar á Chrome OS-stýrikerfinu.
Tæknivarpið hefur verið með Galaxy S7 Edge-snjallsíma til prófana síðustu vikur. Gunnlaugur Reynir lýsir reynslu sinni og áliti á þessum nýja síma.