Síðasti þáttur Tæknivarpsins þennan vetur er helgaður WWDC-ráðstefnu Apple sem haldin var á dögunum. Þar kynnti tæknirisinn allt það nýjasta sem þeir bjóða notendum sínum uppá. Þar ber helst að nefna nýtt stýrikerfi fyrir snjalltækin þar sem meðal annars er búið að endurhanna notandaviðmótið auk fleiri tæknilegri útfærsla. Apple kynnti einnig persónulegan aðstoðarmann stýrikerfisins, hann Marcos Sierra. Sierra þessi er náskyldur Siri sem snjalltækjanotendur þekkja vel en Sierra býr í borðtölvunum. Umsjónarmaður þáttarins er Gunnlaugur Reynir Sverrisson og gestir hans eru Bjarni Ben og Pétur Jónsson.