Fyrirtækið sem rekur Snaptchat-samskiptamiðilinn hefur kynnt til leiks sérstök Snap-gleraugu sem eiga að bylta því hvernig við upplifum snöpp og augnablik annarra. Gleraugun eru búin myndavél og einföldum takka sem senda snappið beint í símann og á alla vini.
Tæknivarpið ræðir Snapchat-gleraugun með Árna Mattíhassyni, þróunarstjóra Mbl.is. Umsjónarmenn þáttarins eru Atli Stefán Yngvason og Gunnlaugur Reynir Sverrisson.
Snapchat-gleraugun munu kosta litla 130 dollara en verða í takmörkuðu upplagi fyrst um sinn á meðan reynsla kemst á græjuna. Fleiri fyrirtæki hafa reynt að feta sig eftir braut klæðanlegrar tækni en fá hafa átt erindi sem erfiði. Google hefur til dæmis kynnt Google Glass en fyrstu útgáfuna sáust fáir með á trýninu.
Auk þess að ræða íklæðanlega tækni er spjallað um reynslu Atla Stefáns af nýja iPhone 7 símanum. Hann hefur verið að prófa nýja símann undanfarna daga. Þá er rætt um Plex cloud, Acer Chromebook 14 og Facebook Slack killer.