Google kynnti á dögunum nýjar græjur. Ber þar helst að nefna Google Pixel-símann sem á að vera betri á öllum sviðum vélbúnaðar en aðrir öflugir snjallsímar eins og, til dæmis, nýi iPhone 7 síminn. Með nýja símanum fylgir einnig nýstárlegur hugbúnaður sem byggir á gervigreind og á að þjóna hlutverki persónulegs aðstoðarmanns notandans.
Tæknivarpið ræðir nýungarnar frá Google við Hafliða Breiðfjörð, framkvæmdastjóra Fótbolta.net. Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson og Sverrir Björgvinsson.
Hinar græjunar sem Google kynnti voru höfuðbúnaður fyrir sýndarveruleika. Símanum er einfaldlega stungið inn í sérstakt hulstur og þá er hann orðinn að einskonar gleraugum inn í veruleikann handan okkar náttúrulegu skilningarvita. Þá hefur Google þróað nýtt og uppfært Chromecast, Wifi-netbeina og Google Home sem hjálpar þér við þessa daglegu hluti heima hjá þér.