Tæknivarpið fjallar eingöngu um ferðaleikjatölvuna Nintendo Switch þessa vikuna. Gestir Gunnlaugs Reynis Sverrissonar eru Daníel Rósinkrans, annar af ritstjórum leikjafréttir.is, Sveinn Aðalsteinn Gunnarsson, ristjóri psx.is, og Valborg Sturludóttir, sérleg áhugakona um gamla tölvuleiki.
Nintendo-fyrirtækið ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og breytti rækilega um stefnu með þessari nýju leikjatölvu. Tölvan kemur á markað í mars en nú þegar hafa helstu tölvuleikjaspekingar heims lýst tilhlökkun sinni. Einna merkilegast þykir hversu marga leiki Nintendo ætlar að hafa aðgengilega fyrir þessa nýju vél. Þeirra á meðal eru auðvitað húsleikir Nintendo; Super Mario, The Legend of Zelda og fleira.