Á dögunum héldu tveir stærstu hugbúnaðarframleiðendur heimsins kynningarviðburði þar sem helstu nýjungar voru kynntar. Microsoft og Apple eru fornir fjendur í tækniheimum og þess vegna ekki óeðlilegt að bera saman hvað þessi fyrirtæki bjóða upp á.
Tæknivarpið ræðir þessa tvo viðburði og hvað var kynnt þar við Björn Dóra Björnsson, sérstakan Microsoft-áhugamann. Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson og Atli Stefán Yngvason.