Google ætlar að koma sér þægilega fyrir í stofunni heima hjá þér með nýju græjunni sinni: Google Home. Í fyrstu kann þessi smáturn að líta út fyrir að vera einfaldur hátalari en þegar betur er að gáð koma aðrir og nýrstárlegri eiginleikar í ljós.
Google Home á að verða einskonar alhliðatæki. Þú getur rætt við það og gefið því skipanir, spurt það spurninga eða beðið það um að minna þig á að kaupa mjólk næst þegar þú ert úti í búð. Það spilar tónlistina þína og slekkur ljósin fyrir þig ef þú nennir ekki að standa upp úr sófanum.
Ólafur Örn Nielsen, framkvæmdastjóri Kolibrí, er gestur Tæknivarpsins þessa vikuna. Hann ræðir við Gunnlaug Reyni Sverrisson og Sverri Björgvinsson um þessi nýju heimatæki og fleiri græjur.