Tækninýjungar og græjur ársins eru gerðar upp í þessu síðasta hefðbundna Tæknivarpi ársins. Til þess að ræða græjur ársins mættu þeir Andri Valur, Atli Stefán, Gunnlaugur Reynir, Axel Paul, Sverrir og Egill í hljóðverið.
Tæknifrétt ársins að þeirra mati eru rafhlöðuvandræði Samsung í Galaxy-símunum. Rafhlöðurnar áttu það til að springa í höndum notenda sem olli því að Samsung neyddist til að innkalla vörurnar og hætta framleiðslu á „flaggskipi“ fyrirtækisins á snjalltækjamarkaði.