VARÚÐ – Þátturinn inniheldur allt sem þú vilt ekki heyra áður en þú sérð myndina.
Jólamyndin í ár er án efa nýja Star Wars-myndin Rogue One. Tæknivarpið er búið að sjá myndina og fékk til sín kvikmyndaáhugamenn og Star Wars-nörda til þess að ræða þennan nýja kafla í Star Wars-sögunni ofan í kjölinn.
Gestir þáttarins eru Helga Ingimundardóttir, doktor í reikniverkfræði, Ragnar Hansson, YouTube-stjarna, podcast-frumkvöðull og leikstjóri, og Gísli Einarsson í Nexus. Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson og Atli Stefán Yngvason.
Þau voru missátt með myndina en hún hefur almennt hlotið nokkuð góða dóma meðal gagnrýnenda og aðdáenda. Myndin fær háar einkunnir á IMDB þar sem hún fær 8,2 og á Rotten Tomatoes fær hún 84%. Metacritic gefur myndinni hins vegar öllu lægri einkunn eða 65 prósent.
Rétt er að ítreka viðvörunina hér að ofan. Í þessum þætti Tæknivarpsins er rætt um öll lykilatriði myndarinnar og annarra Star Wars-mynda.