Þeir Gunnlaugur Reynir, Atli Stefán og Sverrir fengu sitthvað spennandi í jólapakkana þetta árið. Í þessum fyrsta þætti Tæknivarpsins í ár gera þeir upp tækniárið 2016 og kanna hver er að vænta á árinu 2017.
Auk þess ræða þeir um CES-ráðstefnuna sem fer fram í Las Vegas um helgina. Á ráðstefnunni er ný tækni jafnan kynnt og það er útlit fyrir að engin breyting verði á því í ár. Meðal þeirrar tækni sem kynnt verður sérstaklega á ráðstefnunni í ár eru svefntækni, snjalltæki í orkuframleiðslu og orkusparnaði, stafræna gjaldmiðla og sjálfaksturtækni, svo eitthvað sé nefnt.
Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Atli Stefán Yngvason og Sverrir Björgvinsson.