Ari Kristinn Jónsson, doktor í tölvunarfræði frá Stanford-háskóla og rektor Háskólans í Reykjavík, er gestur Tæknivarpsins þessa vikuna. Í doktorsnáminu lagði hann áherslu á að skoða hvernig hægt væri að hjálpa tölvum að taka ákvarðanir. Hann ræðir um gervigreind og starfsferil sinn í þætti dagsins en áður en hann varð rektor HR starfaði hann hjá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) við þróun geimrannsókna með hjálp tölva og gervigreindar.
Hjá NASA vann Ari Kristinn að þróun Mars-jeppana og alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Auk þess að spjalla um NASA talar hann um þróunina í Kísildal í Bandaríkjunum í lok síðasta áratugs síðustu aldar þegar stór stórfyrirtæki á borð við Google og eBay voru að verða til í bernsku Internetsins.
Markmiðið með spjallinu við Ara Kristinn var að líta aðeins lengra inn í framtíðina en hvenær næsti iPhone-sími kemur. Afraksturinn má heyra í spilaranum hér að ofan eða í öllum helstu hlaðvarpsöppum. Hægt er að gerast áskrifandi að straumnum hér.