Í Tæknivarpi vikunnar ræða þeir Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Atli Stefán Yngvason og Sverrir Björgvinsson við Arnheiði Guðmundsdóttur um dagskrá UTmessunnar í ár sem hún stýrir. Auk þess ræða þeir um nýjar græjur.
Atli talar um nýja MacBook Pro 15”. Hann er heilt yfir sáttur en skortur á HDMI og minniskortarauf eru samt vandamál að hans mati. Þá fjölluðu þeir um niðurstöður rannsóknar á klúðrinu við Note 7-símann frá Samsung. Vandamálið sköpuðu bilaðar rafhlöður, eins og allir vissu. Mun klúðrið í kringum Note 7 bitna á nýja S8-síminn sem verður kynntur í febrúar? Þá spjalla þeir um Nintendo Switch-viðburðinn sem var 12. janúar síðastliðinn. Þar er á ferð áhugaverð leikjatölva sem mun samt ganga illa í samkeppni við Xbox og PS4.
Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ský og UTmessunnar, kom svo í heimsókn í lok þáttarins. Hún segir frá messunni í ár, hvað er áhugaverðast á bæði ráðstefnunni og á opna húsinu þar sem fólki gefst tækifæri til að kynna sér nýjustu tækni.