Pétur Jónsson og Hörður Ágústsson eru í heimsókn í Tæknivarpinu hjá þeim Gunnlaugi Reyni og Sverri. Þeir ræða Apple-fréttir síðustu vikna en bandaríski tölvurisinn skilaði sínu stærsta ársfjórðungsuppgjöri frá stofnun fyrirtækisins í byrjun febrúar.
Helstu skýringar þess að Apple gengur svona vel er iPhone-síminn sem er það snjalltæki sem selst betur er nokkuð annað sambærilegt tæki í heiminum. Þá ræða þeir meint áhugaleisi Apple-fyrirtækisins á hefðbundnum tölvum og spjaldtölvum, ábendingar og tilkynningar í símunum og kynninguna á fyrsta sjónvarpsþætti Apple sem hefur fengið nafnið Planet of the Apps.