#tæknivarpið

Til hvers ertu með kveikt á tilkynningum í símanum þínum?

 Tæknivarpið ásamt Pétri og Herði

Pétur Jóns­son og Hörður Ágústs­son eru í heim­sókn í Tækni­varp­inu hjá þeim Gunn­laugi Reyni og Sverri. Þeir ræða App­le-fréttir síð­ustu vikna en banda­ríski tölvuris­inn skil­aði sínu stærsta árs­fjórð­ungs­upp­gjöri frá stofnun fyr­ir­tæk­is­ins í byrjun febr­ú­ar.

Helstu skýr­ingar þess að Apple gengur svona vel er iPho­ne-sím­inn sem er það snjall­tæki sem selst betur er nokkuð annað sam­bæri­legt tæki í heim­in­um. Þá ræða þeir meint áhuga­leisi App­le-­fyr­ir­tæk­is­ins á hefð­bundnum tölvum og spjald­tölv­um, ábend­ingar og til­kynn­ingar í símunum og kynn­ing­una á fyrsta sjón­varps­þætti Apple sem hefur fengið nafnið Planet of the Apps.

Auglýsing