Frábær byrjun Nintendo Switch

Tæknviarpið með Daniel Rósinkrans

Nýjasta leikja­tölvan frá Nin­tendo er aðal­at­riðið í Tækni­varp­inu þessa vik­una. Nin­tento Switch kom á markað um heim allan 3. mars síð­ast­lið­inn. Um er að ræða leikja­tölvu í svip­uðum stærð­ar­flokki og gömlu Game­Boy-­tölv­urnar eða PSP-­tölv­urnar frá Sony.

Stóri mun­ur­inn er hins vegar að Nin­tendo Switch er í raun bara svo­lítið þykk spjald­tölva sem þú getur tengt sjón­varp­inu þínu og notað sem fjar­stýr­ingu fyrir tölvu­leik­ina þína.

Dan­íel Rós­in­krans, helsti Nin­tendo-­sér­fræð­ingur lands­ins, er gestur þátt­ar­ins hjá þeim Atla Stef­áni Yngva­syni, Gunn­laugi Reyni Sverris­syni og Sverri Björg­vins­syni.

Auk þess að ræða Nin­tendo ræða þeir nýlegan gagna­leka Wiki­leaks á gögnum CIA. Þar kemur meðal ann­ars fram að CIA hafi kannað mögu­leik­ann á því að nota Sam­sung-­sjón­vörp til þess að hlera heim­ili fólks. Þá er það „Snapchat-k­iller­inn“ Face­book sem býður nú not­endum Messen­ger-apps­ins að taka stutt snöpp af sér eða umhverfi sínu.

Auglýsing