Rafbílavæðingin og tilkoma sjálfakandi bíla er að gerast hraðar en margir halda. Nú þegar eru Teslur til dæmis að miklu leyti sjálfkeyrandi. Tæknivarpið fjallar um heim sjálfakandi bíla og áhrif þessara tækninýjunga á borgarumhverfið.
Gestur þáttarins er Emil Kári Ólafsson en hann er mikill áhugamaður um rafbíla og hefur flutt inn rafbíla um nokkurt skeið. Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Atli Stefán Yngvason, Andri Valur Ívarsson og Jón Heiðar Þorsteinsson.