„Hugmyndafræðilegt bergmálsherbergi Google“ er yfirskrift tíu blaðsíðna umfjöllunar karlkyns fyrrverandi starfsmanns Google. Umfjöllun þessa karlkyns hugbúnaðarverkfræðings gekk manna á millum á innanhússmiðlum bandaríska stórfyrirtækisins áður en henni var lekið út fyrir höfuðstöðvar Google með þeim afleiðingum að starfsmanninum var sagt upp störfum.
Efni þessa umfjöllunar var gagnrýni á fjölbreytileikastefnu Google, og virtist helst reyna að færa rök fyrir því að það væri erfðabundinn sálfræðilegur munur á körlum og konum. „Við þurfum að hætta að gera ráð fyrir að bilið milli kynjanna leiði í ljós kynjamisrétti,“ skrifaði starfsmaðurinn.
Tæknivarpið kemur saman eftir sumarfrí til þess að ræða jafnrétti á netinu í ljósi þessarar umfjöllunar fyrrverandi starfsmanns Google. Gestir þáttarins eru þær Dr. Helga Ingimundardóttir og Ragnheiður H. Magnúsdóttir. Umsjónarmenn eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson og Sverrir Björgvinsson.