#tæknivarpið

Um „erfðabundinn sálfræðilegan mun á körlum og konum“

„Hug­mynda­fræði­legt berg­máls­her­bergi Goog­le“ er yfir­skrift tíu blað­síðna umfjöll­unar karl­kyns fyrr­ver­andi starfs­manns Google. Umfjöllun þessa karl­kyns hug­bún­að­ar­verk­fræð­ings gekk manna á millum á inn­an­hús­smiðlum banda­ríska stór­fyr­ir­tæk­is­ins áður en henni var lekið út fyrir höf­uð­stöðvar Google með þeim afleið­ingum að starfs­mann­inum var sagt upp störf­um.

Efni þessa umfjöll­unar var gagn­rýni á fjöl­breyti­leika­stefnu Goog­le, og virt­ist helst reyna að færa rök fyrir því að það væri erfða­bund­inn sál­fræði­legur munur á körlum og kon­um. „Við þurfum að hætta að gera ráð fyrir að bilið milli kynj­anna leiði í ljós kynja­mis­rétt­i,“ skrif­aði starfs­mað­ur­inn.

Tækni­varpið kemur saman eftir sum­ar­frí til þess að ræða jafn­rétti á net­inu í ljósi þess­arar umfjöll­unar fyrr­ver­andi starfs­manns Google. Gestir þátt­ar­ins eru þær Dr. Helga Ingi­mund­ar­dóttir og Ragn­heiður H. Magn­ús­dótt­ir. Umsjón­ar­menn eru Gunn­laugur Reynir Sverr­is­son og Sverrir Björg­vins­son.

Auglýsing