Tæknivarpið er á snjalltækjanótum í þætti dagsins. Umsjónarmennirnir Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Atli Stefán Yngvason, Sverrir Björgvinsson og Andri Valur Ívarsson spjalla um nýju snjalltækin frá Apple, nú þegar meira en vika er liðin síðan ný iPhone-tæki voru kynnt í Kaliforníu.
Helstu tíðindin af þessum tækjum eru þau að framleiðslu nýja flaggskipsins iPhone X seinkar töluvert. Framleiðslan er ekki enn hafin en hún hefði átt að vera löngu byrjuð ef allt gengi eins og í sögu. Síminn verður því ekki kominn í verslanir innan þess tíma sem kynntur var, og ólíklegt er að Íslendingar geti keypt sér iPhone X hér á landi á þessu ári.
Annars er orðrómur um að forsala á iPhone 8, nýjustu kynslóð snjallsímanna frá Apple, gangi illa erlendis. Það kemur fæstum á óvart, að mati Tæknivarpsins.
Ásamt hinu venjubundna iPhone-hjali ræðir Tæknivarpið um tengivandræði Apple-sjallúrsins, kaup Google á Pixel-deild HTC og þráðlausar rafhleðslur fyrir síma.