Framleiðslu iPhone X seinkar

Tækni­varpið er á snjall­tækja­nótum í þætti dags­ins. Umsjón­ar­menn­irnir Gunn­laugur Reynir Sverr­is­son, Atli Stefán Yngva­son, Sverrir Björg­vins­son og Andri Valur Ívars­son spjalla um nýju snjall­tækin frá App­le, nú þegar meira en vika er liðin síðan ný iPho­ne-tæki voru kynnt í Kali­forn­íu.

Helstu tíð­indin af þessum tækjum eru þau að fram­leiðslu nýja flagg­skips­ins iPhone X seinkar tölu­vert. Fram­leiðslan er ekki enn hafin en hún hefði átt að vera löngu byrjuð ef allt gengi eins og í sögu. Sím­inn verður því ekki kom­inn í versl­anir innan þess tíma sem kynntur var, og ólík­legt er að Íslend­ingar geti keypt sér iPhone X hér á landi á þessu ári.

Ann­ars er orðrómur um að for­sala á iPhone 8, nýj­ustu kyn­slóð snjall­sím­anna frá App­le, gangi illa erlend­is. Það kemur fæstum á óvart, að mati Tækni­varps­ins.

Ásamt hinu venju­bundna iPho­ne-hjali ræðir Tækni­varpið um tengi­vand­ræði App­le-sjallúrs­ins, kaup Google á Pix­el-­deild HTC og þráð­lausar raf­hleðslur fyrir síma.

Auglýsing