Á Google Pixel-viðburðinum í vikunni rúllaði Google út nýrri kynslóð Google Pixel-símans, Pixel 2 og stærri týpu sem hefur fengið nafnið Pixel 2 XL.
Tæknivarpið fylgdist með kynningu bandaríska tölvufyrirtækisins, sem hingað til hefur verið þekktari fyrir þróun og framleiðslu hugbúnaðar. Það gerði Hallgrímur Thorsteinsson líka. Hallgrímur er gestur þáttarins þessa vikuna en hann hefur starfað sem útvarpsmaður og blaðamaður um langt skeið og er gríðarlegur áhugamaður um tæki og græjur.
Google virðist vera nokkuð alvara með þróun sinni á vélbúnaði, enda réð fyrirtækið nýverið 2.000 verkfræðinga frá HTC til að smíða síma fyrir Google.
Umsjónarmenn Tæknivarpsins þessa vikuna eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson og Andri Valur Ívarsson.