Tæknivarpið er að spá í fjarskiptamálum í þættinum í dag. Nova kynnti í vikunni að það sé að fara að kveikja á 4,5G-fjarskiptakerfinu. Nú þegar eru komnir tíu turnar sem senda 4,5G merki. Með þessu eykst hraði netsins í farsímum og er hann orðinn tvöfaldur miðað við 4G+.
Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Andri Valur Ívarsson, Atli Stefán Yngvason og Sverrir Björgvinsson.
Auk þess að ræða um tækninýjungar hjá Nova ræða þeir samruna Vodafone og 365 sem mun ganga í gegn 1. desember næstkomandi.
Þetta og margt fleira í Tæknivarpinu í Hlaðvarpi Kjarnans.