Nova kveikir á 4,5G

Tækni­varpið er að spá í fjar­skipta­málum í þætt­inum í dag. Nova kynnti í vik­unni að það sé að fara að kveikja á 4,5G-fjar­skipta­kerf­inu. Nú þegar eru komnir tíu turnar sem senda 4,5G merki. Með þessu eykst hraði nets­ins í far­símum og er hann orð­inn tvö­faldur miðað við 4G+.

Umsjón­ar­menn þátt­ar­ins eru Gunn­laugur Reynir Sverr­is­son, Andri Valur Ívars­son, Atli Stefán Yngva­son og Sverrir Björg­vins­son.

Auk þess að ræða um tækninýj­ungar hjá Nova ræða þeir sam­runa Voda­fone og 365 sem mun ganga í gegn 1. des­em­ber næst­kom­andi.

Þetta og margt fleira í Tækni­varp­inu í Hlað­varpi Kjarn­ans.

Auglýsing