Tæknivarpið getur ekki hætt að ræða iPhone X, nýjasta símann frá Apple, sem fór í sölu hérlendis fyrr í vikunni. Apple markaðssetur iPhone X öðruvísi en fyrri tæki, en í stað tækniblaðamanna fengu nokkrar YouTube-stjörnur vestanhafs að handleika símann og segja frá sínum fyrstu kynnum, sem tækniáhugamönnum þótti undarlegt. Sú ákvörðun og áherslur Apple á Animoji-tilfinningatákn við markaðssetningu iPhone X gefur til kynna að Apple sé með þessu að reyna að höfða til yngri kynslóðarinnar við sölu símans. Tæknivarpið hefur einnig verið að prófa Pixel 2 símann frá Google og ræðir hann lítillega.
Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Bjarni Benediktsson, Andri Valur Ívarsson, Atli Stefán Yngvason og Sverrir Björgvinsson.