Umsjónarmenn Tæknivarpsins hafa keypt og prófað iPhone X, og ræða fyrstu kynni sín af símanum. Face ID-andlitsgreiningin er rædd í þaula, skortur á heimtakka, hraðhleðsla og fleira. Hræðilegur ársfjórðungur hjá Snapchat er einnig ræddur, árekstur sjálfkeyrandi bifreiðar í jómfrúarferð sinni og útreiknað tap sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins vegna niðurhals.
Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Andri Valur Ívarsson, Atli Stefán Yngvason og Sverrir Björgvinsson.
 
              
             
                
              
             
              
             
                
              
             
                
              
             
                
              
             
                
              
             
					 
                 
              
          
 
              
          



