iPhone X: Fyrstu kynni

Umsjón­ar­menn Tækni­varps­ins hafa keypt og prófað iPhone X, og ræða fyrstu kynni sín af sím­an­um. Face ID-and­lits­grein­ingin er rædd í þaula, skortur á heimtakka, hrað­hleðsla og fleira. Hræði­legur árs­fjórð­ungur hjá Snapchat er einnig rædd­ur, árekstur sjálf­keyr­andi bif­reiðar í jóm­frú­ar­ferð sinni og útreiknað tap sjón­varps- og kvik­mynda­iðn­að­ar­ins vegna nið­ur­hals.

Umsjón­­ar­­menn þátt­­ar­ins eru Gunn­laugur Reynir Sverr­is­­son, Andri Valur Ívar­s­­son, Atli Stefán Yngva­­son og Sverrir Björg­vins­­son.

Auglýsing