Gestur Tæknivarpsins þessa vikuna er Steinn Eldjárn Sigurðarson sem hefur tekið þátt í starfi Félags um stafrænt frelsi. Umfjöllunarefni þáttarins er Nethlutleysi (e. Net neutrality) og áhrif lagabreytingu Bandaríkjaþings á lögum sem varða það. Lögunum var breytt í gær, fimmtudag, en þátturinn var tekinn upp á miðvikudag. Nethlutleysi tekur á þeirri almennu kröfu að fyrirtækjum sé skylt að gera ekki greinarmun á netumferð, óháð efni eða efnisveitna. Lagabreytingin hefur því miklar og alvarlegar afleiðingar. Einnig var fjallað um tjáningarfrelsi á netinu, ólöglegt niðurhal og tilraunir til að koma böndum á internetið.
Meira handa þér frá Kjarnanum