Í þætti vikunnar fá þeir Gunnlaugur, Atli og Sverrir almannatengilinn Andrés Jónsson í heimsókn. Andrés er mikill tækniáhugamaður og fylgist mikið vel með tæknheiminum. Meðal umræðuefna eru breytingar Facebook sem draga úr efni frá öðrum en vinum í fréttastraumnum. Einnig var spjallað um ReMarkable les/skrifbrettið sem Andrés keypi á Kickstarter og hvernig Andrés notar það til að taka niður punkta á fundum. Það þróaðist svo út í umræðu um skipulag og skipulagstól, hvað er best að nota og þá hvernig.