Í þætti vikunnar fjalla Gunnlaugur Reynir, Andri Valur og Sverrir um helstu tæknifréttir vikunnar. Dönsk og bresk rétthafasamtök hafa höfðað mál á hendur Fjarskiptum (Vodafone) og vilja upplýsingar um IP tölur notenda sem hafa sótt efni á jafningjanetum. Samkvæmt nýjustu fréttum ætlar Apple að koma með ný heyrnartól sem dempa umhverfishljóð, auk nýrrar Macbook Air tölvu, síðar á árinu. Breytingarnar á Snapchat eru síðan örlítið ræddar, enn einu sinni.
Meira handa þér frá Kjarnanum