Þátturinn þessa vikuna er stútfullur af fréttum. Channel 4 í Bretlandi var með mikla umfjöllun um Cambridge Analytica og misnotkun þeirra á gögnum Facebook. Sjálfkeyrandi bíll drap sinn fyrsta gangandi vegfaranda og Apple boðaði blaðamenn til sín til að kynna nýjar vörur fyrir menntastofnanir. Allt þetta og miklu meira í þætti vikunnar.
Umsjón: Gunnlaugur Reynir, Andri Valur, Atli Stefán og Sverrir Björgvins.