Í þætti vikunnar fá Gunnlaugur og Atli tækniáhugamanninn Magnús Hafliðason í heimsókn. Magnús er mikill áhugamaður um notkun snjalltækja við kennslu og kom í þáttinn fyrir um tveimur árum að ræða slíkar lausnir. Apple hélt viðburð fyrr í vikunni þar sem þeir fóru yfir sínar áherslur í kennslumiðuðum lausnum. Einnig var rætt hvaða gögn Facbook geymir um okkur, orðrómar um endurhannað Apple úr, samanbrjótanlegan iPhone og margt annað í þætti vikunnar.
Við minnum svo á samstarf Tæknivarpsins og Dominos, hlustendur fá 30% afslátt af sóttum flatbökum með afsláttarkóðanum taeknivarpid panti þeir á netinu eða í appi.