Tæknivarpið er með mjög sérstakan gest þetta skiptið: Jón von Tetzchner.
Jón stofnaði Opera á sínum tíma í Noregi og tók þátt í vafrastríðinu lengi vel. Hann er kominn með annan vafra sem heitir Vivaldi, sem er nýlega búið að uppfæra að miklu leyti. Við förum aftur 15 ár í tímann og fáum að vita af hverju Opera varð svona vinsælt á minni tækjum.
Stjórnendur þetta skiptið eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson (@gullireynir) og Atli Stefán Yngvason (@atliy).��Fylgstu með okkur á Instagram (@taeknivarpid) og á Twitter (@taeknivarpid).
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.