Gestur okkar í þættinum er Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður hinna nýstofnuðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Hann spjallaði við okkur um framtíð Rafíþrótta á Íslandi, hvernig umræðan þarf að breytast úr því að fjalla bara um það slæma og hvað við eigum mikið af öflugum spilurum nú þegar á Íslandi.
Hann sagði okkur líka frá fyrsta rafíþróttamótinu sem verður haldið sem hluti af Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll 26. og 27. janúar. Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir, Axel Paul og Kristján Thors.