Meðal þess sem fjallað er um í Tæknivarpi vikunnar er fjöldi nýrra síma sem kynntir voru á og í kringum Mobile World Congress sem fram fór í Barcelona í síðustu viku. Þar á meðal nýr Nokia Pureview og samanbrjótanlegur sími frá Huawei. Þá er fjallað um fjölda iOS appa sem senda viðkvæmar persónuupplýsingar um notendur til Facebook án vitneskju notenda og því velt upp hvort Facebook sé eins og krabbamein þar sem ný og ný mein finnast.
Umsjónarmenn að þessu sinni voru Andri Valur, Gunnlaugur Reynir og Kristján Thors. Gestur þáttarins að þessu sinni Elmar Torfason.