Sumarið er ekki beint til stórtíðinda í tæknigeiranum, en við náðum að kreista blóð úr steini í þessum þætti Tæknivarpsins. Samsung leggur til að allir vírushreinsi snjallsjónvörpin þeirra reglulega. Þarf þess virkilega? Ótraustverðasti aðili tæknisögunnar ætlar að gefa út rafmynt sem heitir Libra í slagtogi við MasterCard og VISA. Huawei hefur svo ákveðið að seinka útgáfu samanbrjótanlega símans Mate X, því Galaxy Fold seinkar.. er það rökrétt?
Stjórnendur í 192 skiptið eru Atli Stefán, Bjarni Ben og Gulli Reynir.