Yfirmaður hönnunar hjá Apple hefur kynnt starfslok sín og mun hætta á næstunni. Tæknivarpið ásamt Búa Bjarmar Aðalssteinssyni vöruhönnuði renna yfir feril Jony Ive hjá Apple. Jony er þekktastur fyrir að hafa hannað iMac, iPod, iPad og iPhone sem eru meðal vinsælustu tækja sögunnar. Jony Ive var 30 ár hjá Apple og ætlar nú að stofna sitt eigið ráðgjafafélag sem heitir LoveFrom.
Meira handa þér frá Kjarnanum