Í Tæknivarpi vikunnar er sagt frá því að YouTube Premium er komið til Íslands og fjallað um enska boltann og þær tæknilausnir sem bjóðast til að horfa á hann. Þá ræða stjórnendur þáttarins um að loksins er Apple Pay komið hjá öllum bönkunum þremur. Við sögu koma einnig nýjar Macbook tölvur, Switch lite og uppfærð Switch tölva ásamt ýmsu öðru.
Umsjónarmenn í þetta skiptið eru: Andri Valur Ívarsson, Axel Paul Gunnarsson, Gunnlaugur Reynir Sverrisson og Sverrir Björgvinsson.