Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir í Tæknivarpinu tóku viðtal við Harald Inga Þorleifsson stofnanda og forstjóra fyrirtækisins Ueno. Ueno er fimm ára gamalt fyrirtæki í vefbransanum með skrifstofur í Reykjavík, San Francisco og New York. Fyrirtækið vinnur mikið með heimsþekktum fyrirtækjum frá tæknisvæðinu Silicone Valley eins og Google, Slack, Dropbox og Uber. Halli fer yfir feril sinn, stofnun Ueno og ræðir samstarf við "FAAMG" fyrirtækin.
Meira handa þér frá Kjarnanum