Í þætti 208 tekur Tæknivarpið viðtal við Guðmund Hafsteinsson, íslenskan frumkvöðul sem er nýlega snúinn aftur heim eftir margra ára dvöl í Silíkon-dalnum. Gummi er þekktastur fyrir að hafa unnið að smíði Siri, og svo seinna meir Google assistant snjallþjónunum. Hann ræðir við okkur um tíma sinn hjá Apple, Google, þróun Google Maps, smíði snjallþjóna og Steve Jobs. Stjórnendur eru Atli Stefán, Gunnlaugur Reynir og Sverrir Björgvinsson.
Meira handa þér frá Kjarnanum