Tæknivarpið fjallar um Google-kynninguna sem fram fór í byrjun vikunnar. Þar var nýtt flaggskip frá Nexus kynnt, Nexus 6P Huawai. Þetta er fyrsti Huawai-síminn sem fer í almenna dreifingu í Bandaríkjunum og er hann geysiöflugur.
Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Sævar Reykjalín vörustjóri hjá A4 og Hörður Ágústsson í Macland. Þeir ræða snjallsíma og hugbúnað fyrir snjallsíma. Hörður er til dæmis nýkominn með iPhone 6S sem kynntur var nýverið.