Nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 10, hafði verið sótt 14 milljón sinnum aðeins sólarhring eftir að uppfærslan var gerð opinber á vefnum fyrir um tveimur mánuðum. Mánuði síðar höfðu 75 milljón sótt uppfærsluna. Notendur Windows 7 og 8 geta sótt nýjustu útgáfuna frítt.
Tæknivarpið er í stjórn Gunnlaugs Reynis Sverrissonar og Atla Stefáns Yngasonar þessa vikuna. Þeir ræða Windows 10, nýja Nexus-símann, Panos Pany sem er yfir þróun vélbúnaðar hjá Microsoft og margt fleira.