Það tekur hvorki meira né minna en tólf vikur að framleiða leðurbakhlið nýja LG-snjallsímans sem kynntyr var í vikunni. LG G4- síminn. Tæknivarpið ræðir nýja símann við Guðmund Jóhannsson, sérlegan gest þáttarins, en sá er betur þekktur sem Gummi Jóh, starfsmaður Símans.
Umsjónarmenn þáttarins í þetta skiptið eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson og Atli Stefán Yngvason. Auk nýja LG-símans ræða þeir félagar ótrúlega mikla sölu á Apple-snjallúrunum. Á aðeins sólarhring hafði Apple selt fleiri úr en selst hefur af Android-úrum frá upphafi. Þá eru Google og Evrópusambandið til umræðu og fiktið.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Símon.is á Twitter, Facebook og á Simon.is.