Tæknivarpið tekur saman helstu fréttir ársins í heimi tækni og nýunga í síðustu þáttum ársins. Fyrri hluti þessarar yfirferðar fór í loftið í Hlaðvarpi Kjarnans á mánudaginn. Umsjónarmenn þáttarins í þetta sinn eru Gunnlaugur Reynir, Bjarni Ben, Hlini Melsteð, Atli Stefán, Kristján Thors, Andri Valur og Axel Paul.
Síðast var fjallað um helstu atburði ársins en í þetta sinn ræða þeir félagar helstu græjur ársins og velja til dæmis síma ársins, spjaldtölvu ársins, fartölvu ársins og fleira.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Símon.is á Twitter, Facebook og á Simon.is.