Nýr RÚV-vefur er hannaður með notandann í huga segir Ingólfur Bjarni Sigfússon, nýmiðlastjóri RÚV, sem er sérlegur gestur Tæknivarpsins þessa vikuna. Umsjónarmenn eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Atli Stefán Yngvason og Bjarni Ben. Ingólfur Bjarni rekur það hvernig nýmiðladeildin innan RÚV varð til og hvað nýr vefur á að geta. Nýmiðladeildin gerði stóra könnun á því hvernig almenningur vill nota vefinn og á því hefur til dæmis verið byggt. „Fólk er að koma mjög ákveðið inn [á vefinn] til að leita að einhverju sem hefur [áður] verið á dagskrá,“ segir Ingólfur Bjarni.
Meðal þess að fjalla um nýmiðlastefnu RÚV fjalla þeir um gagnaver stórfyrirtækja á Íslandi og nýtt snjallúr sem heitir Pebble Time.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Símon.is á Twitter, Facebook og á Simon.is.