BSR-leigubílastöðin er búin að gefa út app þar sem hægt er að panta og greiða fyrir leigubíl. Appinu svipar til Uber-appsins sem hefur notið þónokkurra vinsælda erlendis. Appið á að vera aðgengilegt notendum bæði Android og Apple-tækja en það er enn í tilraunaútgáfu svo á því eru gallar. Axel Paul Gunnarsson náði til dæmis að panta sér leigubíl til London. Tæknivarpið ræðir nýmóðins leigubílaþjónustu í þætti dagsins. Umsjónarmenn eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Atli Stefán Yngvarsson og Axel Paul.
Meðal þess sem rætt er í þættinum er framtíð fjölmiðlunar fjallað um fræðslufund VÍB, besta lyklaborðið fyrir iOS-tæki og væntanlega samkeppni Apple við Spotify á tónlistarleigumarkaði.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Símon.is á Twitter, Facebook og á Simon.is.