Sértu með húðflúr á úlnliðnum gætir þú hugsanlega ekki getað notað alla kosti Apple Watch-snjallúrsins. Húðflúr hafa nefnilega áhrif á púlsmælinn í úrinu sem er hluti af heilsulínu appa frá bandaríska tölvurisanum. Tæknivarpið fer nánar í saumana á Apple Watch í þætti dagsins með þeim Gunnlaugi Reyni Sverrissyni, Andra Val Ívarssyni og Atla Jarli Martin.
Nýtt stýrikerfi frá Microsoft mun svo líta dagsins ljós í sumar þegar Windows 10 verður loks aðgengilegt. Meðal nýunga í nýja stýrikerfinu er Edge-vafrinn sem ætlaður er til að leysa Windows Explorer af hólmi. Þetta og margt fleira í Tæknivarpinu.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Símon.is á Twitter, Facebook og á Simon.is.