Samsung Galaxy S6 skartar allt annari hönnun en Samsung-aðdáendur þekkja. Á honum er gler báðu megin, geðveikur skjár og skörp og hröð myndavél. Tæknivarpið eru sammála um að þessi nýjasta útgáfa í Galaxy-línunni sé flott.
Tæknivarpið er í umsjón Gunnlaugs Reynis Sverrissonar og Atla Stefáns Yngvasonar þessa vikuna en sérlegur gestur er Hörður Ágústsson í Maclandi. Hann hefur undanfarið verið að prófa Apple Watch og lýsir reynslu sinni fyrir hlustendum.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Símon.is á Twitter, Facebook og á Simon.is.