Félagar í Símon.is sjá um Tæknivarpið í Hlaðvarpi Kjarnans. Í dag fjalla þeir um Ashley Madison-hneikslið frá tæknilegu sjónarhorni og spurja sig hvers vegna vefsíðan hafi verið hökkuð með þeim afleiðingum að persónuupplýsingum þúsunda notenda lak á vefinn.
Umsjónarmenn þáttarins þessa vikuna eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Atli Stefán Yngvason og Axel Paul Gunnarsson. Í þættinum ræða þeir hakkarahópinn sem réðst á vefþjóna vefsíðunnar umdeildu, The Impact Team, og útskýra hvernig vefsíðan virkaði.
Það hefur til dæmis komið í ljós að fjöldi karlkyns notenda var miklu meiri en fjöldi kvenkyns notenda. Raunar virðast flestir kvenkyns „notendur“ hafa verið svokallaðir „bottar“ eða einskonar vefvélmenni. Starfsmenn Ashley Madison hafi svo séð um að túlka kvenkyns notendur í samtölum við karla.