Tæknivarpið í umsjón Gunnlaugs Reynis Sverrissonar, Andra Vals Ívarssonar og Bjarna Ben fjallar um nýtt stýrikerfi frá Microsoft; Windows 10 sem kynnt var 21. janúar. Sérlegur gestur er Atli Jarl Martin en hann er sérlegur sérfræðingur í Windows og Microsoft. Margt nýtt einkennir Windows 10 eins og stuðning fyrir XBOX og HoloLens-sýndarveruleikagleraugun.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Símon.is á Twitter, Facebook og á Simon.is.