Tæknivarpið tekur saman helstu fréttir ársins í heimi tækni og nýunga í síðustu þáttum ársins. Sérstakur aukaþáttur er sendur út í dag og seinni hluti þessarar yfirferðar birtist á fimmtudaginn. Umsjónarmenn þáttarins í þetta sinn eru Gunnlaugur Reynir, Bjarni Ben, Hlini Melsteð, Atli Stefán, Kristján Thors, Andri Valur og Axel Paul.
Í fyrri þættinum eru helstu atburðir ársins ræddir. Bera þar hæst innbrot í tölvukerfi Apple og Sony auk innbrota í skjalageymslur kvikmynda og söngstjarna sem birtist á vefnum undir heitinu The Fappening.
Þá fara þeir félagar yfir það sem þeir vilja kalla „Norður-Kóreuvæðingu“ internetsins á Íslandi. Þar ber helst að nefna baráttuna gegn Netflix og gegn Deildu og Pirate Bay.
Óvenju þétt setið í stúdíóinu í dag #Tæknivarpið pic.twitter.com/vSzn5la8q3
— Simon.is (@simon_is) December 28, 2014
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Símon.is á Twitter, Facebook og á Simon.is.